Fræðslu- og lýðheilsuráð

38. fundur 25. september 2023 kl. 13:00 - 15:30 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Bjarney Sigurðardóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Tinna Guðmundsdóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig Elíasdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
  • Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi
  • Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu
Dagskrá

1.Verkefni MSHA í þágu skólastarfs

Málsnúmer 2023091114Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri kynnti verkefni MSHA í þágu skólastarfs í Akureyrarbæ.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Gunnar Gíslasyni fyrir kynninguna.

2.Innra mats skýrslur grunnskóla 2023-2024

Málsnúmer 2023060725Vakta málsnúmer

Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla kynnti matsskýrslur gæðaráða grunnskólanna.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð staðfestir fyrirliggjandi innra mats skýrslur.

3.Barnvænt sveitarfélag - gátlistar

Málsnúmer 2021101490Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Karen Nóadóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs kynntu hugmynd að útfærslu á gátlista vegna barnvæns sveitarfélags fyrir ráðinu.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur Karen Nóadóttir verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags og Bjarka Ármanni Oddssyni forstöðumanni skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs að aðlaga gátlista vegna barnvæns sveitarfélags sem tekinn yrði fyrir í lok hvers fundar fræðslu- og lýðheilsuráðs. Um er að ræða tilraunaverkefni til loka árs 2023.

4.Samningur um lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf

Málsnúmer 2023091138Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður frístunda- og forvarnamála kynnti drög að samningi við Bergið headspace um lögþröskuldaþjónustu við ungmenni.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu áfram til kynningar í ungmennaráði og vísar því til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2024.

5.Íþróttahöllin Akureyri - endurnýjun á aðalkörfum

Málsnúmer 2023091094Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram minnisblað varðandi endurnýjun á aðalkörfum í íþróttasal Íþróttahallarinnar.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að framkvæmdirnar verði eignfærðar og samþykkir jafnhliða að bera lausafjárleigu vegna framkvæmdanna að upphæð 3,5 m.kr.

6.Fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2024-2027

Málsnúmer 2023080260Vakta málsnúmer

Umræður um fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2024-2027.

7.Starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2024

Málsnúmer 2022080363Vakta málsnúmer

Umræður um starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2024-2027.

Fundi slitið - kl. 15:30.