Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

481. fundur 20. febrúar 2014 kl. 13:00 - 13:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Bjarmastígur 4 - umsókn um breytingu á skráningu

Málsnúmer 2013120138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. desember 2013 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Línulagna ehf., kt. 420187-1149, sækir um breytingu á skráningu á húsi nr. 4 við Bjarmastíg úr einbýli í tvíbýlishús. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Innkomnar teikningar 14. febrúar 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Langahlíð 18 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2014020138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. febrúar 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Sigurðar Bárðarsonar og Álfhildar Óladóttur sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 18 við Lönguhlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Skipagata 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir kaffibar

Málsnúmer 2014010259Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. janúar 2014 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Valtýs Pálssonar og Sigríðar Jónsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir kaffibar og morgunverðarsal í húsi nr. 4 við Skipagötu. Meðfylgjandi eru gátlisti, tilkynning um hönnunarstjóra og teikningar eftir Harald S. Árnason.
Innkomnar teikningar 20. febrúar 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:40.