Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

582. fundur 14. apríl 2016 kl. 13:00 - 13:20 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Tryggvabraut 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016010197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2016 þar sem Steingrímur Hannesson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu ofan á húsið við Tryggvabraut 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 7. apríl 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Jaðar - breytingar

Málsnúmer 2016030021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. mars 2016 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Golfklúbbs Akureyrar, kt. 570169-7169, sækir um breytingar innanhúss í golfskála Jaðars. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson. Innkomnar teikningar 8. apríl 2016. Einnig er óskað eftir að víkja frá a-lið 1. mgr. 6.1.2. gr. í byggingarreglugerð.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Torfunef 7 - umsókn um tímabundið byggingarleyfi

Málsnúmer 2016020187Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2016 þar sem Aðalheiður Atladóttir f.h. Hvalaskoðunar Akureyrar ehf. kt. 480116-0700, sækir um bráðabirgða byggingarleyfi við Torfunef 7. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalheiði Atladóttur.
Skipulagsstjóri frestar erindinu. Ekki er fallist á staðsetningu á lóð nr. 7, en nákvæm staðsetning bráðabirgðahússins verði ákveðin í samráði við Hafnasamlag Norðurlands og framkvæmdadeild.

4.Austurvegur 12 - umsókn um leyfi fyrir breyttri notkun

Málsnúmer 2016030163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. mars 2016 þar sem Birgir Snorrason og Kristín Petra Guðmudsdóttir sækja um breytta notkun á hluta hússins að Austurvegi 12 í Hrísey til að nýta fyrir kaffihús í flokki II. Meðfylgjandi er teikning eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar teikningar 12. apríl 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Njarðarnes 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði

Málsnúmer BN070119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. janúar 2016 þar sem Kári Magnússon f.h. N10 ehf., kt. 580612-0670, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Njarðarnesi 10. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 14. apríl 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Jaðarstún 2 - breytingar

Málsnúmer 2016040103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2016 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. kt. 710594-2019, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningu á Jaðarstúni 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Jaðarstún 4 - breytingar

Málsnúmer 2016040104Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2016 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. kt. 710594-2019, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningu á Jaðarstúni 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 13:20.