Torfunef 7 - umsókn um tímabundið byggingarleyfi

Málsnúmer 2016020187

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 227. fundur - 13.04.2016

Erindi dagsett 6. apríl 2016 þar sem Aðalheiður Atladóttir f.h. Hvalaskoðunar Akureyrar ehf., kt. 480116-0700, sækir um tímabundið byggingarleyfi fyrir aðstöðuhús úr gámaeiningum fyrir fyrirtækið á lóð nr. 7 við Torfunef.
Skipulagsnefnd getur fallist á að tímabundið verði leyft að setja niður aðstöðuhús skv. meðfylgjandi teikningum austan við Strandgötu 12, þangað til byggt hefur verið nýtt hús á lóð fyrirtækisins við Torfunef, þó ekki lengur en til 1. júní 2018. Nákvæm staðsetning þess verði ákveðin í samráði við Hafnasamlag Norðurlands og framkvæmdadeild og felur skipulagsnefnd skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um tímabundið byggingarleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 582. fundur - 14.04.2016

Erindi dagsett 8. apríl 2016 þar sem Aðalheiður Atladóttir f.h. Hvalaskoðunar Akureyrar ehf. kt. 480116-0700, sækir um bráðabirgða byggingarleyfi við Torfunef 7. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalheiði Atladóttur.
Skipulagsstjóri frestar erindinu. Ekki er fallist á staðsetningu á lóð nr. 7, en nákvæm staðsetning bráðabirgðahússins verði ákveðin í samráði við Hafnasamlag Norðurlands og framkvæmdadeild.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 585. fundur - 11.05.2016

Erindi dagsett 8. apríl 2016 þar sem Aðalheiður Atladóttir f.h. Hvalaskoðunar Akureyrar ehf., kt. 480116-0700, sækir um bráðabirgða byggingarleyfi við Torfunef. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalheiði Atladóttur. Innkomnar teikningar 10. maí 2016.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir tímabundið byggingarleyfi til 1. júní 2018.