Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

940. fundur 01. nóvember 2023 kl. 12:30 - 13:00 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Hjálmar Árnason fundarritari
  • Hjálmar Andrés Jónsson verkefnastjóri byggingarmála
Fundargerð ritaði: Steinmar H. Rögnvaldsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Baldursnes 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2023101301Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. október þar sem Jón Magnús Halldórsson fyrir hönd Valhallar ehf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum á húsi nr. 8 við Baldursnes vegna breytinga á eldvarnarvegg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jón Magnús Halldórsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Goðanes 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023101359Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. október þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd BB byggingar ehf., sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 3 við Goðanes. Einnig er sótt um hækkun á gólfkóta um 40 cm. Innkomnar teikningar eftir Rögnvald Harðarson
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Fundi slitið - kl. 13:00.