Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

869. fundur 23. júní 2022 kl. 13:00 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Katrín Rós Ívarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Katrín Rós Ívarsdóttir
Dagskrá

1.Nonnahagi 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022042390Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2022 þar sem Yngvi Ragnar Kristjánsson fyrir hönd Bjarkar Traustadóttur sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 5 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Yngva Ragnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Skógargata 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022060148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2022 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Sólskóga ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði að Skógargötu 2 í Kjarnaskógi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Beykilundur 11 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022060569Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2022 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson f.h. Hildigunnar Rutar Jónsdóttur, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við suðurenda íbúðarhúss ásamt smávægilegum breytingum á innra skipulagi á húsi nr. 11 við Beykilund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

4.Týsnes 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022060952Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2022 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson f.h. Vesturkants ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði til útleigu á lóð nr. 12 við Týsnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Hulduholt 21 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022050639Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. maí 2022 þar sem Ívar Hauksson fyrir hönd Arnar Dúa Kristjánssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 21 við Hulduholt. Innkomnar nýjar teikningar 20. júní 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Austursíða 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir mathöll

Málsnúmer 2022050169Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2022 þar sem Baldur Ólafur Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi fyrir mathöll á lóð nr. 2 við Austursíðu. Innkomnar nýjar teikningar 20. júní 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Mýrarvegur Kaupangur - umsókn um byggingarleyfi, endurhæfingarstöð

Málsnúmer 2022050450Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. maí 2022 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Eflingar sjúkraþjálfunar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi Kaupangs við Mýrarveg. Fyrirhugað er að opna endurhæfingarstöð á 2. hæð hússins í rými 0207. Innkomin ný göng 22. júní 2022
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Áður en byggingarleyfi verður gefið út þarf að liggja fyrir samþykki allra eigenda og komin drög að nýrri eignaskiptayfirlýsingu.

Fundi slitið.