Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

840. fundur 18. nóvember 2021 kl. 13:00 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Nonnahagi 11 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021050570Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. maí 2021 þar sem Helgi Steinar Helgason fyrir hönd Þóris Arnars Kristjánssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 11 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Helga Steinar Helgason. Innkomnar nýjar teikningar 18. nóvember 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Austurbrú 10-18 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021091104Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. september 2021 þar sem Oddur Kristján Finnbjarnarson fyrir hönd Pollsins ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýli á lóð nr. 10-18 við Austurbrú. Innkomnar nýjar teikningar eftir Odd Kristján Finnbjörnsson 16. nóvember 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Suðurbyggð 15 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021101507Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. október 2021 þar sem Svanur Þór Brandsson fyrir hönd Hrafns Svavarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 15 við Suðurbyggð. Innkomnar nýjar teikningar eftir Rögnvald Harðarsson 16. nóvember 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Miðhúsabraut 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021110233Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. nóvember 2021 þar sem Gísli Jón Kristinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 1 við Miðhúsabraut. Fyrirhugað er að uppfæra hurðir í sjálfvirkar rennihurðir, bæta við gluggum á 2. og 3. hæð og færa ræstigeymslu, búningsklefa og snyrtingu. Veggþykktir og hurðabreiddir breytast og lyfta verður færð um 20 cm. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Jón Kristinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Nonnahagi 3 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021110335Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. nóvember 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Karenar Sigurbjörnsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 3 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið.