Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

783. fundur 24. september 2020 kl. 13:00 - 13:40 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Arnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Eyrarlandsvegur 31 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020060369Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Þorsteins Más Baldvinssonar sækir um byggingarleyfi fyrir nýju einbýlishúsi á lóðinni nr. 31 við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 14. september 2020.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Rauðamýri 3 - umsókn um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2020090483Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. september 2020 þar sem Hjörleifur Árnason sækir um bílastæði og úrtak úr kantsteini við hús sitt nr. 3 við Rauðumýri. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæðið með 4 metra úrtaki með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

3.Kjarnagata 45 - umsókn um byggingarleyfi fyrir svalalokun

Málsnúmer 2020090604Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2020 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Kjarnagötu 45 húsfélags, kt. 580517-0990, sækir um byggingarleyfi fyrir svalalokunum í húsi nr. 45 við Kjarnagötu.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

4.Skólastígur 5 - umsókn um breytta skráningu

Málsnúmer 2020090616Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2020 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd TG Eigna ehf., kt. 590214-0350, sækir um breytta skráningu á húsi nr. 5 við Skólastíg, úr gistiskála í einbýlishús.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:40.