Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

780. fundur 27. ágúst 2020 kl. 13:00 - 13:10 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Arnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Strandgata 53 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020080334Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. ágúst 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd S53 ehf., kt. 430420-0540, sækir um að nýr skemmti- og veitingasalur verði innréttaður vestan megin í húsinu ásamt nýju eldhúsi og starfsmannaaðstöðu að Strandgötu 53, mhl. 01. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Hamarstígur 37 - umsókn um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2020080843Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. ágúst 2020 þar sem André Sandö sækir um úrtak úr kantsteini svo hægt sé að nýta bílastæði á lóð við Hamarstíg 37. Meðfylgjandi er mynd og samþykki meðeiganda.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæðið með 4 metra úrtaki úr kantsteini með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

Fundi slitið - kl. 13:10.