Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

768. fundur 14. maí 2020 kl. 13:00 - 14:20 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Njarðarnes 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018030307Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. janúar 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum húss nr. 12 við Njarðarnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 14. maí 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Hjalteyrargata 20 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020020368Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. febrúar 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Slippsins Akureyri ehf., kt. 511005-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 20 við Hjalteyrargötu. Fyrirhugað er að innrétta starfsmannabústað á 3. hæð í matshluta 01 og trésmíðaverkstæði á 1. hæð í matshluta 02. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon. Innkomnar nýjar teikningar 30. apríl 2020.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Tryggvabraut 24 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030607Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2020 þar em Orri Árnason fyrir hönd TB24 hf., kt. 561219-2220, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 24 við Tryggvabraut. Fyrirhugað er að breyta efri hæð í gistiíbúðir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Orra Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 12. maí 2020.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Drottningarbraut 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2020 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 1 við Drottingarbraut. Húsið verður aðstöðuhús fyrir Siglingaklúbbinn Nökkva. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 7. maí 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Grundargata 7 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Ormarslóns ehf., kt. 430316-1680, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 7 við Grundargötu. Fyrirhugað er að steypa útistiga að íbúðum á hæðum.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Lerkilundur 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040402Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. apríl 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Egils Arnar Sigurðssonar, kt. 141283-3129, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum er varðar bílgeymslu húss nr. 12 við Lerkilund. Fyrirhugað er að tengja bílgeymsluna við hús og breyta í íbúðarrými. Meðfylgjandi teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 13. maí 2020 ásamt samykki nágranna.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Fossagil 10 - bílgeymsla - byggingarleyfi

Málsnúmer BN070294Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsettum 8. maí 2020 frá Ágústu Hrönn Kristinsdóttur, kt. 210280-3329, og Ægi Jóhannssyni, kt. 190876-5789, eigendum að Fossagili 10 þar sem þau óska eftir að falla frá byggingaráformum vegna breytinga á bílgeymslu sem voru samþykkt 2. apríl 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Sjafnargata 3 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2020050255Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsettum 12. maí 2020 þar sem Páll L. Sigurjónsson, kt. 141061-5779, sækir um þriggja mánaða stöðuleyfi fyrir garðhús á lóðinni nr. 3 við Sjafnargötu. Fyrirhugað er að gera lagfæringar á húsinu og flytja í Lundskóg. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið, enda verði garðhúsið staðsett að minnsta kosti 6 metrum frá aðalhúsinu.

9.Ljómatún 9 - umsókn um breytingar

Málsnúmer BN060645Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Húsfélags Ljómatúni 9, kt. 451011-1110, sækir um byggingaleyfi fyrir breytingum utanhúss við hús nr. 9 við Ljómatún. Meðfylgjandi er teikningar eftir Harald Sigmar Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:20.