Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

768. fundur 14. maí 2020 kl. 13:00 - 14:20 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Njarðarnes 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018030307Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. janúar 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum húss nr. 12 við Njarðarnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 14. maí 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Hjalteyrargata 20 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020020368Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. febrúar 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Slippsins Akureyri ehf., kt. 511005-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 20 við Hjalteyrargötu. Fyrirhugað er að innrétta starfsmannabústað á 3. hæð í matshluta 01 og trésmíðaverkstæði á 1. hæð í matshluta 02. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon. Innkomnar nýjar teikningar 30. apríl 2020.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Tryggvabraut 24 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030607Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2020 þar em Orri Árnason fyrir hönd TB24 hf., kt. 561219-2220, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 24 við Tryggvabraut. Fyrirhugað er að breyta efri hæð í gistiíbúðir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Orra Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 12. maí 2020.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Drottningarbraut 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2020 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 1 við Drottingarbraut. Húsið verður aðstöðuhús fyrir Siglingaklúbbinn Nökkva. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 7. maí 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Grundargata 7 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Ormarslóns ehf., kt. 430316-1680, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 7 við Grundargötu. Fyrirhugað er að steypa útistiga að íbúðum á hæðum.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Lerkilundur 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040402Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. apríl 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Egils Arnar Sigurðssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum er varðar bílgeymslu húss nr. 12 við Lerkilund. Fyrirhugað er að tengja bílgeymsluna við hús og breyta í íbúðarrými. Meðfylgjandi teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 13. maí 2020 ásamt samykki nágranna.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Fossagil 10 - bílgeymsla - byggingarleyfi

Málsnúmer BN070294Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsettum 8. maí 2020 frá Ágústu Hrönn Kristinsdóttur og Ægi Jóhannssyni eigendum að Fossagili 10 þar sem þau óska eftir að falla frá byggingaráformum vegna breytinga á bílgeymslu sem voru samþykkt 2. apríl 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Sjafnargata 3 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2020050255Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsettum 12. maí 2020 þar sem Páll L. Sigurjónsson sækir um þriggja mánaða stöðuleyfi fyrir garðhús á lóðinni nr. 3 við Sjafnargötu. Fyrirhugað er að gera lagfæringar á húsinu og flytja í Lundskóg. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið, enda verði garðhúsið staðsett að minnsta kosti 6 metrum frá aðalhúsinu.

9.Ljómatún 9 - umsókn um breytingar

Málsnúmer BN060645Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Húsfélags Ljómatúni 9, kt. 451011-1110, sækir um byggingaleyfi fyrir breytingum utanhúss við hús nr. 9 við Ljómatún. Meðfylgjandi er teikningar eftir Harald Sigmar Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:20.