Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

713. fundur 07. mars 2019 kl. 13:00 - 14:55 Fundarherbergi á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Goðanes 2 - umsókn um byggingarleyfi, áfangi 2

Málsnúmer 2018120207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. desember 2018 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd G. Hjálmarssonar hf. sækir um byggingarleyfi fyrir öðrum áfanga við hús nr. 2 við Goðanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar og brunahönnunarskýrsla 20. febrúar 2019.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Viðburðir - götu- og torgsala 2019

Málsnúmer 2018110176Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. mars 2019 þar sem Barði Þór Jónsson fyrir hönd Bæjarins bestu sf., kt. 600794-2569, sækir um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn við Ráðhústorg fyrir árið 2019. Meðfylgjandi er afstöðumynd og starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til 31. desember 2019 með fyrirvara um nánari staðsetningu vagnsins.

Umsækjandi skal hafa samband við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrar-kaupstaðar vegna tenginga og kostnaðar við frárennsli, vatn og rafmagn fyrir söluvagninn.

3.Margrétarhagi 7-9 (5-7) - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090154Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. febrúar 2019 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Guðrúnar Guðmundsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 7-9 (áður 5-7) við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. mars 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Goðanes 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018110074Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2018 þar sem Björn Guðbrandsson fyrir hönd Festingar, kt. 550903-4150, sækir um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 12 við Goðanes. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Björn Guðbrandsson. Innkomnar nýjar teikningar 1. mars 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Kjarnagata 51 - leikskýli - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019020421Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir leikskýli - mhl. 07 á lóðinni nr. 51 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Hvannavellir 14 - umsókn um breytingar á 1. hæð

Málsnúmer 2019030085Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 27. febrúar 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Reita skrifstofa ehf., kt. 530117-0730, sækir um breytingar á 1. hæð Hvannavalla 14. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Kjarnagata 51 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2018050066Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af bílgeymslu á lóð nr. 51 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Glerárgata 28 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 3. hæð

Málsnúmer 2019020315Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. febrúar 2019 þar sem Ragnheiður Guðmundsdóttir fyrir hönd Þulu - Norrænt hugvit ehf., kt. 660588-1089, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi á 3. hæð í húsi nr. 28 við Glerárgötu. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. mars 2019.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:55.