Margrétarhagi 5 a, b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090154

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 693. fundur - 20.09.2018

Erindi dagsett 11. september 2018 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Guðrúnar Guðmundsdóttur, kt. 220284-3449, sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 5 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Óskað er eftir leyfi til jarðvegsskipta sem fyrst.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem teikningar uppfylla ekki mörg ákvæði byggingarreglugerðar.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 694. fundur - 12.10.2018

Erindi dagsett 21. september 2018 þar sem Guðrún Guðmundsdóttir, kt. 220284-3449, sækir um framkvæmdafrest á lóð nr. 5 við Margrétarhaga.
Byggingarfulltrúi samþykkir frest til 15. nóvember 2018.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 694. fundur - 12.10.2018

Erindi dagsett 11. september 2018 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Guðrúnar Guðmundsdóttur, kt. 220284-3449, sækir um leyfi til jarðvegsskipta fyrir parhúsi á lóð nr. 5 við Margrétarhaga á grundvelli innlagðra teikninga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson innkomnar 28. september 2018.
Byggingarfulltrúi heimilar jarðvegsskiptin.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 700. fundur - 22.11.2018

Erindi dagsett 15. nóvember 2018 þar sem Guðrún Guðmundsdóttir, kt. 220284-3449, sækir um framkvæmdafrest á lóð sinni nr. 7 - 9 við Margrétarhaga (áður 5A og 5B).
Byggingarfulltrúi samþykkir framkvæmdafrest til 1. maí 2019.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 700. fundur - 22.11.2018

Erindi dagsett 11. september 2018 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Guðrúnar Guðmundsdóttur, kt. 220284-3449, sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 7 - 9 við Margrétarhaga (áður 5A og B). Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar nýjar teikningar 12. nóvember 2018.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem teikningar uppfylla ekki kröfur um algilda hönnun.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 706. fundur - 17.01.2019

Erindi dagsett 15. nóvember 2018 þar sem Guðrún Guðmundsdóttir, kt. 220284-3449, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 5 - 7 við Margrétarhaga. Innkomnar nýjar teikningar 20. desember 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 713. fundur - 07.03.2019

Erindi dagsett 15. febrúar 2019 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Guðrúnar Guðmundsdóttur, kt. 220284-3449, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 7-9 (áður 5-7) við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. mars 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.