Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

710. fundur 14. febrúar 2019 kl. 13:00 - 14:20 Fundarherbergi á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Viðburðir - götu- og torgsala 2019

Málsnúmer 2018110176Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. nóvember 2018 þar sem Arnar Þór Þorsteinsson fyrir hönd GA Samvirkni ehf., kt. 630608-0740, sækir um stöðuleyfi fyrir pylsusöluvagn við Sundlaug Akureyrar. Meðfylgjandi er samþykki umhverfis- og mannvirkjasviðs og afrit af starfsleyfi.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til 31. desember 2019.

Umsækjandi skal hafa samband við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrar-kaupstaðar vegna tenginga og kostnaðar við frárennsli, vatn og rafmagn fyrir söluvagninn.

2.Melgerði 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017090084Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2018 þar sem Þórir Barðdal sækir um byggingarleyfi til að endurbyggja garðskála við hús nr. 2 við Melgerði. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Emil Þór Guðmundsson. Innkomnar nýjar teikningar 12. febrúar 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Hvannavellir 14 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum 3ja hæð

Málsnúmer 2019010102Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. janúar 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Reita ehf., kt. 530117-0730, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á brunatæknilegum atriðum á 3ju hæð húss nr. 14 við Hvannavelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 8. febrúar 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Dalsbraut 1H - umsókn um byggingarleyfi viðbyggingar og breytinga

Málsnúmer 2018090115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. febrúar 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Hika ekki ehf., kt. 590809-0550, og EF 1 hf., kt. 681113-0960, leggur inn fyrirspurn vegna viðbyggingar og breytinga á húsi nr. 1H og 1I við Dalsbraut. Meðfylgjandi er teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Goðanes 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018110074Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2018 þar sem Björn Guðbrandsson fyrir hönd Festingar, kt. 550903-4159, sækir um byggingarleyfir fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 12 við Goðanes. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Björn Guðbrandsson. Innkomnar nýjar teikningar 8. febrúar 2019 ásamt minnisblaði um reyk- og hitalosun.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:20.