Dalsbraut 1H - fyrirspurn vegna viðbyggingar og breytinga

Málsnúmer 2018090115

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 693. fundur - 20.09.2018

Erindi dagsett 7. september 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Hika ekki ehf., kt. 590809-0550, leggur inn fyrirspurn vegna viðbyggingar og breytinga á húsi nr. 1H við Dalsbraut. Einnig barst erindi dagsett 19. september sl. þar sem óskað er eftir heimild til jarðvegsskipta. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta. Samráð skal haft við meðeiganda í húsinu vegna aðkomu að bakinngöngum.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 700. fundur - 22.11.2018

Erindi dagsett 7. september 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Hika ekki ehf., kt. 590809-0550, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á húsi nr. 1H við Dalsbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 14. og 19. nóvember 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 710. fundur - 14.02.2019

Erindi dagsett 5. febrúar 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Hika ekki ehf., kt. 590809-0550, og EF 1 hf., kt. 681113-0960, leggur inn fyrirspurn vegna viðbyggingar og breytinga á húsi nr. 1H og 1I við Dalsbraut. Meðfylgjandi er teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 711. fundur - 21.02.2019

Erindi dagsett 5. febrúar 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Hika ekki ehf., kt. 590809-0550, og EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um byggingarleyfi vegna viðbyggingar og breytinga á húsi nr. 1 H-I við Dalsbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 20. febrúar 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Uppfærðri brunahönnun skal skilað fyrir 1. apríl 2019.