Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

702. fundur 06. desember 2018 kl. 13:15 - 15:15 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson
Dagskrá

1.Halldóruhagi 4 B - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018110153Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. nóvember 2018 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd BF Bygginga ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi 4 B á lóð nr. 4 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 4. desember 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Halldóruhagi 4 A - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018110180Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2018 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd BF Bygginga ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi 4 A á lóð nr. 4 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 4. desember 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Geirþrúðarhagi 4 A - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090107Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. nóvember 2018 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 2ja hæða fjölbýlishúsi á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 26. nóvember 2018 og 5. desember 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Geirþrúðarhagi 4 B - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090170Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. nóvember 2018 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 2ja hæða fjölbýlishúsi á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 26. nóvember 2018 og 5. desember 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Goðanes 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018110074Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2018 þar sem Björn Guðbrandsson fyrir hönd Festingar sækir um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 12 við Goðanes. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Björn Guðbrandsson. Innkomnar nýjar teikningar 26. nóvember 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Holtaland 2, Hálönd - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2016080013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. nóvember 2018 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 2 við Holtaland. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingafulltrúi hafnar erindinu þar sem húsið er ekki í samræmi við deiliskipulag.

7.Þingvallastræti 23 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2018110306Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. nóvember 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Þingvangs ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 23 við Þingvallastræti. Sótt eru um leyfi til að bæta við goskútageymslu, vöruhurð og breytingu á flóttaleið frá starfsmannaaðstöðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 6. desember 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 15:15.