Erindi dagsett 7. september 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, leggur inn fyrirspurnarteikningar og sækir um heimild til jarðvegsskipta fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga, hús B. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta.
Erindi dagsett 21. nóvember 2018 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 2ja hæða fjölbýlishúsi á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 26. nóvember 2018 og 5. desember 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Erindi dagsett 21. nóvember 2018 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi 4B á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 12. desember 2018.