Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

623. fundur 09. mars 2017 kl. 13:00 - 13:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Sjávargata 4 - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2017030079Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. mars 2017 þar sem Hanna Dögg Maronsdóttir fyrir hönd Bústólpa ehf. sækir um heimild til að rífa niður bragga á lóðinni nr. 4 við Sjávargötu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Bent skal á að umsækjandi skal tilkynna byggingarstjóra og tilkynna heilbrigðiseftirliti og vinnueftirliti um framkvæmdina sbr. reglugerð nr. 705/2009.

2.Ægisnes 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120135Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. desember 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Króksverks ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 2 við Ægisnes. Um er að ræða 474 m² nýbyggingu fyrir starfsemi malbikunarstöðvarinnar Norðurbiks. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 10. febrúar og 9. mars 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Davíðshagi 10 - umsókn um að undirbúa lóð

Málsnúmer 2017030101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Trétaks ehf. sækir um leyfi til að fjarlægja hól úr móhellu á lóðinni nr. 10 við Davíðshaga til undirbúnings á byggingarframkvæmdum.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með því skilyrði að ekki verði frekari framkvæmdir á lóðinni fyrr en byggingarleyfi hefur verið veitt.

4.Daggarlundur 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2017 þar sem Þórir Rafn Hólmgeirsson, kt. sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á lóð nr. 1 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Heiðartún 2-12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020134Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2017 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd T21 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 2-12 við Heiðartún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 13:30.