Skýrsla bæjarstjóra 25/8-2/10 2018

20. september: Ásthildur með sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi, Jin Zhijian, og eigi…
20. september: Ásthildur með sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi, Jin Zhijian, og eiginkonu hans, He Linyun.

Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.
Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.

Flutt á fundi bæjarstjórnar 2. október 2018

25. ágúst: Formleg opnun á Listasafninu á Akureyri á Akureyrarvöku.

14. september: Formleg lyklaskipti áttu sér stað við Eirík Björn Björgvinsson sem gegndi bæjarstjórastöðunni síðastliðin 8 ár.

18. september: Undirritun í Brekkuskóla á samningi við Skákskóla Ísland og Skákskóla Norðurlands um skákkennslu í grunnskólum bæjarins – afar ánægjulegt verkefni. Árlegur samráðsfundur með lögreglunni (lögreglustjóra, yfirlögregluþjóni og varðstjóra) og fræddist um starf lögreglunnar á Norðurlandi, þeirra daglegu verkefni og vinnustaðinn sem slíkan.

19. september: Afar góð heimsókn frá færeyskum atvinnurekendum sem settu upp sýningu í menningarhúsinu Hofi skipulögð af færeysku sendiskrifstofunni í samvinnu við AFE. Bæjarstjórn bauð hópnum í móttöku.

20. september: Heimsókn frá kínverska sendiherranum Jin Zhijian, konu hans og aðstoðarfólki. Þetta er fyrsta heimsókn hans til Akureyrar og við áttum góðan fund.

24. september: Sat aðalfund aðalfund Menningarfélagsins Hofs.

24. september: Fundur með Bjarna Jónssyni forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri.

26.-28. september: Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í menningarhúsinu Hofi.

28. september: Fundur með Emblu Eir Oddsdóttur hjá Norðurslóðanetinu til að fara yfir norðurslóðsmál og starfsemi þeim tengdum sem fram fara í stofnunum staðsettum að Borgum.

28. september: Óvissuferð með starfsfólki ráðhússins.

1. október: Heimsókn í menningarhúsið Hof þar sem Þuríður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar sagði frá starfseminni. Hitti einnig Hjörleif Örn Jónsson skólastjóra Tónlistarskólans, Guðrúnu aðstoðarskólastjóra og fleira starfsfólk. Þau sögðu frá starfinu og sýndu aðstöðuna. Það verður ekki annað sagt en að það sé afar metnaðarfullt starf unnið í þessu húsi hvort sem um er að ræða hjá Menningarfélaginu eða Tónlistarskólanum.