Skýrsla bæjarstjóra 23/4/2019-4/6/2019

Heimsókn frá franska sendiráðinu.
Heimsókn frá franska sendiráðinu.

Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.

Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.

Flutt á fundi bæjarstjórnar 4. júní 2019.

 

23. apríl:  Átti fund með Svavari Pálssyni sýslumanni á norðurlandi eystra.

29. apríl:  Átti góðan fund með fulltrúum Þingeyjarsveitar ásamt bæjarfulltrúunum Guðmundi Baldvin Guðmundssyni og Andra Teitssyni.

7.-9. maí: Arctic Mayors fundur í Rovaniemi í Finnlandi. Næsti fundur Arctic Mayors verður í október í Hofi á Akureyri.

10. maí:  Fundur með Jóni Helga Björnssyni framkvæmdastjóra HSN.


13. maí:  Tók á móti Gerard Pokruszynski sendiherra Pólverja á Íslandi og með honum í för var Anna Maria Rudnicka-Ostrowska en hún kennir Pólverjum á Akureyri        íslensku.


13. maí:  Tók á móti Oscar Avila frá Sendiráði Bandaríkjanna og var umræðuefnið fræðslumál.

14. maí:  Heimsókn frá drengjum á leikskólanum Kiðagili.


15. maí:  Sat fund á Hótel Kea um samráð og samtal um drög að kerfisáætlun Landsnets 2019-2028.

16. maí:  Átti fund með Bjarna Jónssyni framkvæmdastjóra SAk.


16. maí:  Tók á móti Paul Gramham sendiherra Frakka á Íslandi og með honum í för var Jean-Marc Bordier skipherra frönsku freigátunnar Aquitaine sem lá við bryggju á Akureyri.


18. maí:  Opnaði formlega samsýninguna Vor í Listasafninu á Akureyri, þar sem norðlenskir listamenn sýna verk sín.


20. maí:  Fundur með Þorkeli Sigurlaugssyni um Framtakssjóðinn.

21. maí:  Vinnufundur með sviðsstjórum Akureyrarbæjar þar sem unnið var með hugmyndafræði Design thinking, þar sem þjónustuþeginn er í fyrirrúmi við alla ákvarðanatöku.

22. maí: Hitti hóp frábærra kvenna sem komu alla leið frá Denver systursveitarfélagi okkar hér á Akureyri.
.
22. maí:  Átti símafund með Kristínu Sigurðardóttir framkvæmdastjóra Bifreiðasjóðs Reykjavíkurborgar.


24. maí:  Fundur með Baldri Þóri Guðmundssyni frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem til umræðu voru skylduskil Amtsbókasafnsins. Fundinn sátu líka Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi  og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður.

24. maí:  Opnaði formlega Handverkssýningu eldri borgara í Víðilundi og fékk leiðsögn um sýninguna frá Bergljótu Jónsdóttur forstöðumanni. Frábær sýning.

25. maí:  Setti formlega í Hofi 100 ára afmælismót Skákfélags Akureyrar sem einnig var alþjóðlegt skákmót. Lék þar fyrsta leikinn fyrir Ivan Sokolov sem tefldi fyrir Holland í viðureign hans við Geoffrey Ruelland frá Kanada.


27. maí: Mætti í Flugsafnið til að taka á móti fyrstu farþegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel.


27. maí:  Heimsótti Iðnaðarsafnið.


27. maí:  Var viðstödd þegar fræðsluráð Akureyrarbæjar veitti viðurkenningar til nemenda og starfsfólks leik- og grunnskóla. Mjög áhugavert og til hamingju allir sem fengu viðurkenningu.

30. maí:  Flutti ávarp í Hofi á afmælishátíð lífeyrissjóðanna.

4. júní:  Tók á móti góðum gestum frá Randers, vinabæ okkar í Danmörku. Þau komu á skrifstofu bæjarstjóra þar sem undirrituð og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs fóru yfir það hvernig stjórnsýslunni er háttað hjá Akureyrarbæ.