Skýrsla bæjarstjóra 13/12/2018-5/2/2019

Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.

Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.

Flutt á fundi bæjarstjórnar 5. febrúar 2019.

13. desember: Heimsókn í Naustaskóla.

17. desember: Fundur með Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra vegna samgöngumála á Akureyri og nágrenni.

17. desember: Fundur með Birni Óla Haukssyni forstjóra ISAVIA vegna Akureyrarflugvallar.

17. desember: Fundur í velferðarráðuneytinu vegna byggingar hjúkrunarheimilis.

18. desember: Fundur með Einari Gunnarssyni og Sólrúnu Svandal hjá Utanríkisráðuneytinu þar sem umræðuefnið var Akureyri sem miðstöð Norðurslóðamála og formennska Íslendinga í Norðurskautsráðinu.

18. desember: Undirritun á samningi milli Akureyrarbæjar og KFUM&K.

18. desember: Flutti ávarp í kveðjuhófi í Listasafninu á Akureyri þar sem Nansen prófessorinn Dr. Gunhild Hoogensen Gjørv flutti sitt kveðjuerindi.

19. desember: Fundur með Eyjólfi Guðmundssyni rektors Háskólans á Akureyri.

19. desember: Fundur með stjórnarmönnum í félagi eldri borgara á Akureyri.

19. desember: Heimsókn á leikskólann Iðavöll.

20. desember: Jólavöffluboð hjá hestamannafélaginu Létti.

20. desember: Undirritun samnings milli Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri.

27. desember: Undirritun samnings milli Akureyrarbæjar og Björgunarsveitarinnar Súlur.

4. janúar: Heimsókn á fræðslusvið Akureyrarbæjar.

8. janúar: Heimsókn í Skógarlund, miðstöð virkni og hæfingar.

8. janúar: Heimsókn í Listasafnið á Akureyri.

9. janúar: Heimsókn í Brekkuskóla.
12. janúar: Vígsla Vaðlaheiðargangna þar sem bæjarstjóri flutti ávarp.

14. janúar: Þáttaka í málstofu í HA þar sem til máls tóku undirrituð, Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands og var tilefnið formennska Íslendinga í Norðurskautsráðinu sem nú er undir stjórn Finna. Í kjölfar málstofunnar var móttaka í boði Akureyrarbæjar í Norðurslóðasetrinu, þar sem Arngrímur Jóhannsson eigandi setursins sýndi gestunum safnkostinn.

15. janúar: Fundur með Þorsteini Gunnarssyni sérfræðingi hjá RANNÍS þar sem umræðuefnið var Vísindavika norðurslóða sem fram fer á Akureyri árið 2020.

15. janúar:Flutti ávarp á ráðstefnu á vegum Sjúkrahússins á Akureyri þar sem rætt var um mönnum heilbrigðisstarfsmanna í dreifðum byggðum.

16. janúar: Undirritaði samning í fjármálaráðuneytinu vegna öryggisvistunar á Akureyri.

17. janúar: Heimsókn frá kollega úr Reykjanesbæ, Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra.

17. janúar: Heimsókn í Hlíðarskóla.

17. janúar: Hluthafafundur Hlíðarhryggs.

18. janúar: Fundur um Norðurslóðamál með Emblu Eir Oddsdóttur framkvæmdastjóra Norðurslóðanetsins.

18. janúar: Fundur um Norðurslóðmál með Tom Barry hjá CAFF.

18. janúar: Hlýddi á ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri sem fram fór í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótar Rögnvalds Hannessonar prófessors emeritus við háskólann í Bergen. Á ráðstefnunni var fjallað um fiskveiðar og þjóðarhag.

18.-23. janúar: Tók þátt í Arctic Mayors fundi sem fram fór í Tromsö í Noregi. Á sama tíma fór fram ráðstefnan Arctic Frontiers. Tók þar til máls og í panel á málstofunni Arctic Seafood and food security. Tók einnig þátt í svokölluðum hliðarviðburði sem nefndist „People in the Arctic". Nýtti ferðina til að heimsækja skrifstofu Norðurskautsráðsins og einnig Norinnova sem er frumkvöðla- og nýsköpunarsetur við Háskólann í Tromsö.

25. janúar: Fundur með Bjarnheiði Hallsdóttur formanni stjórnar SAF og Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra SAF.

30. janúar: Fundur með Jóni Helga Kjartanssyni framkvæmdastjóra HSN og aðilum úr framkvæmdaráði HSN.

30. janúar: Íbúafundur í Hrísey á vegum verkefnisins „Brothættar byggðir".

31. janúar: Sat fund með Velferðarnefnd Alþingis ásamt Lögreglustjóranum á Norðurlandi og forstöðumanni barnaverndar vegna Þolendamiðstöðvar á Akureyri.

31. janúar: Fundur með fulltrúum frá Neytendasamtökunum.

31. janúar: Heimsótt Fab Lab sem staðsett er í Verkmenntaskólanum og skrifaði undir nýjan samning um áframhaldandi starfsemi.


31. janúar: Var viðstödd fyrstu úthlutun úr listsjóðnum Verðandi sem er sjóður sem varð til á síðasta ári með samkomulagi milli Akureyrarbæjar, menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar. Ég hlýddi þar á einn af styrkhöfunum, Tinnu Björg Traustadóttur flytja eitt lag en hún verður með tónleika til heiðurs Britney Spears.

1. febrúar: Fundur með Landsneti vegna framkvæmda í Eyjafirði.

1. febrúar: Heimsókn frá sveitarstjórnarfulltrúum og sveitarstjóra sveitarfélagsins Skagafjarðar.

3.-4. febrúar: Íbúafundur í Grímsey á vegum verkefnisins „Brothættar byggðir". Heimsótti skólann og handverkshús.

5. febrúar: Undirritun samnings milli Akureyrarbæjar og Skákfélags Akureyrar sem fagnar 100 ára afmæli sínu og verður afmælishátíð 9.-10. febrúar og er það bara hluti af fjölda viðburða á afmælisárinu.