Útboð á hönnun og byggingu lítilla einbýlishúsa við Sandgerðisbót

Verkið felst í hönnun, smíði, flutningi á verkstað, niðursetningu, tengingum og öllum frágangi á lóð og nærumhverfi á 2 litlum einbýlishúsum við Dvergaholt 2 á Akureyri (áður Sandgerðisbót) samkvæmt útboðsgögnum.

Stærð húsanna skal vera sem næst 55 m² brúttó. Ytra og innra byrði húsanna þarf að vera sterkbyggt. Húsin verða staðsett á lóð við Dvergaholt 2a og 2b (áður Sandgerðisbót)

Húsin skulu uppfylla kröfur byggingarreglugerðar, einangrunarkröfur byggingahluta, brunakröfur byggingahluta og kröfur um hljóðvist. Gerð er rík krafa um að húsin falli vel að þeim tveimur húsum sem fyrir eru á lóðinni og verði hlýleg að utan sem innan.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt í gegnum netfangið umsarekstur@akureyri.is frá og með miðvikudeginum 7. desember 2022.

Tilboðseyðublaði með öllum umbeðnum gögnum skulu hafa borist til umhverfis- og mannvirkjasviðs, Geislagötu 9, 4. hæð fyrir kl. 11.00 fimmtudaginn 5. janúar 2023.

Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.