Skýrsla bæjarstjóra 5/11/2019-19/11/2019

Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.

Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.

Flutt á fundi bæjarstjórnar 19. nóvember 2019.

6. nóvember: Hitti sérlega vin Akureyrarbæjar, Karl-Werner Schulte en hann og konan hans heitin Gisela Schulte-Daxboek, gáfu Akureyrarbæ 76 gömul landakort árið 2014 og nú kom Karl með 16 forn Íslandskort til viðbótar, sem Minjasafnið geymir og sýnir reglulega.

11. nóvember: Hitti Magnús Jóhannesson, Einar Gunnarsson og Sólrúnu Svandal í utanríkisráðuneytinu til að ræða norðurslóðamál og ekki síst hinn nýlega formfestan vettvang Arctic Mayors Forum.

12-22. nóvember: Samtöl við Grímseyinga héldu áfram í vikunni með bæjarfulltrúunum Höllu BJörk Reynisdóttur og Gunnari Gíslasyni og munu samtölin að mestu klárast í þessari viku.

13. nóvember: Átti fund með fulltrúum skátahreyfingarinnar vegna styrkbeiðni þeirra fyrir Landsmót á næsta ári. Fundinn sat einnig Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs.

13. nóvember: Tók á móti Aud Lise Norheim nýjum sendiherra Norðmann á Íslandi.

14. nóvember: Heimsótti kælismiðjuna Frost þar sem Gunnar Larsen framkvæmdastjóri tók á móti mér og Höllu Björk Reynisdóttur forseta bæjarstjórnar.

15. nóvember: Sat aðalfund Eyþings sem fram fór í Dalvíkurbyggð. Merkis fundur þar sem samþykkt var að Eyþing og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar sameinast.

18. nóvember:Tók á móti Anne-Tamara Lorre sendiherra Kanada á Íslandi og með henni í för var vísindamaðurinn David Hick.

18. nóvember: Sat aukaaðalfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

18. nóvember: Var viðstödd útgáfuhóf bókarinnar „Á réttri leið, uppbygging þjónustu fatlaðra á Norðurlandi eystra 1959-1996" eftir þau Svanfríði Larsen og Bjarna Kristjánsson en þann dag var því líka fagnað að 50 ár eru frá því að Sólborg tók til starfa.

19. nóvember: Átti skype fund áðan með bæjarstjórunum í Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Kópavogi og Akranesi í þeim tilgangi að skoða samstarf um rafræna þjónustu.