Skýrsla bæjarstjóra 22/1/2020– 4/2/2020

Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.

Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.

Flutt á fundi bæjarstjórnar í Hofi 4. febrúar 2020.

 

22. janúar: Undirrituð og fulltrúi frá SSNE sátu fund með Vegagerðinni um fylgdar- og forgangsakstur.


25.-28. janúar: Sat fund með Arctic Mayors Forum og fór hann fram í Tromsö í Noregi. Þar var haldið áfram að formfesta starfsemi samtakanna. Arctic Mayors var einnig með viðburð undir hatti Arctic Frontiers, þar sem fjallað var um íbúa á Norðurslóðum og það sem við eigum sameiginlegt s.s. húsnæðismál og fl. Hópurinn átti einnig fund með fulltrúum Norðurskautsráðsins og formanni íslensku sendinefndarinnar en það er einmitt markmið Arctic Mayors Forum að fá áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu.


4. febrúar: Tók á móti fyrstu leigugreiðslu til Akureyrarbæjar frá Fallorku og fór afhendingin fram við Glerárvirkjun 2.