Fyrirlestur um flokkun í tilefni af Plastlausum september


Hvernig á að flokka snakkpokann, Pringles baukinn eða eggjabakkann og hvað verður um hráefnið eftir að búið er að flokka það?
Flestir eru að gera sitt besta við að flokka sorp og eru meðvitaðir um mikilvægi þess að flokka heimilisúrgang en þó geta ýmsar spurningar vaknað.

Sem dæmi um mikilvægi þess að flokka má nefna að fyrir hvert tonn af pappír sem fer í endurvinnslu sparast um 17 fullvaxin tré. Jafnframt fer miklu minni orka í að endurvinna hráefni en við frumvinnslu þess t.d. þarfnast endurvinnsla áls einungis 5% þeirrar orku sem þarf við frumvinnslu áls.

Helgi Pálsson frá Gámaþjónustunni mun halda erindi og leiða áhugasama í allan sannleik um flokkun á Amtsbókasafninu mánudaginn 9. september kl. 17:00.

Viðburðurinn er haldinn í tilefni af Plastlausum september - https://plastlausseptember.is/