Áfangaheimili fyrir fólk með geðröskun

Áfangaheimilið að Hamratúni er ætlað einstaklingum sem hafa átt við geðsjúkdóm að stríða í skemmri eða lengri tíma en geta með  stuðningi og/eða leiðbeiningum að miklu leyti séð um sig sjálfir. Húsnæði áfangaheimilisins eru 5 einstaklingsíbúðir ásamt sameiginlegri íbúð sem nýtt er fyrir þjálfun/kennslu, fræðslu/félagsstarf og samveru íbúa. Lengd leigusamnings/búsetu er allt að tveimur árum.

Markmið með starfsemi áfangaheimilisins er að veita einstaklingum sem hafa átt við geðraskanir að stríða, leiðsögn og þjálfun til að þeir geti verið eins sjálfbjarga og ráðandi um eigin hag eins og kostur er. Íbúum skal meðal annars leiðbeint við þau verk og athafnir sem fólk tekur þátt í til að annast sjálft sig, njóta lífsins og vera nýtir þjóðfélagsþegnar.

Nánari reglur og skilyrði fyrir búsetu er að finna í bæklingi hér að neðan.

Umsóknareyðublað fyrir áfangaheimili er hér

Umsóknir um áfangaheimili skulu berast til búsetusviðs Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26 (2. hæð), 600 Akureyri.
Opið er alla virka daga kl. 9:00-15:00, sími 460-1410.

Einnig má senda þær sem viðhengi á netfangið busetusvid@akureyri.is. 

Tengiliður áfangaheimils

Ólafur Örn Torfason, forstöðumaður, Þjónustuíbúðir eru að Skútagili 2, Vallartúni 2 og Hamratúni 2, sími 460-1410, netfang olafuorn@akureyri.is.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar:

 

Síðast uppfært 21. mars 2019