Sumardagskrá félagsmiðstöðva fólksins 2022

Fullorðnir í fjöri í allt sumar

Þátttaka í þessum viðburðum er að kostnaðarlausu ( nema í sundleikfimina þar er greitt aðgangsgjald í sund) í boði EBAK og Akureyrarbæjar.

Mynd af dugnaðarkonu á þrekhjóli

Heilsuefling í boði fyrir 60 ára og eldri á Akureyri

Útileikfimi á Bjargi

Útileikfimi er almenn líkamsrækt fyrir 60 ára og eldri þar sem vel menntaðir og reynslumiklir þjálfarar sjá um að halda okkur í góðu formi.

Allir tímarnir eru utandyra svo klæðumst eftir veðri.

Tímarnir eru á föstudögum frá 3. júní til 12. ágúst.

Engin skráning …bara mæta með bros á vör.

Nánari upplýsingar eru í síma 462-7111

Gönguferðir í Kjarnaskóg

Skemmtilegar gönguferðir á vegum EBAK í Kjarnaskógi á þriðjudögum í júní, júlí og ágúst.

Styttri og lengri göngur eftir vali og getu hvers og eins.

Rúta fer frá Lindasíðu kl. 9:30, N1 við Hörgárbraut kl. 09:35, Sjallanum kl. 9:40, Víðilundi kl. 9:45 og Kjarnagötu kl. 9:50. Til baka kl. 11:00.

Umsjón: Göngunefnd EBAK.

Qigong

Okkar frábæra Hrafnhildur Reykjalín verður með úti Qigong á Listigarðinum í ágúst.

Byrjar miðvikudaginn 10.ágúst kl. 11:00 og verður út ágúst.

Njótum þess að gera æfingar í þessu fallega umhverfi um leið og við aukum jafnvægi í líkama, huga og sál.

Sundleikfimi

Margir segja að þjálfun í vatni sé besta hreyfing sem hægt sé að fá … og við trúum því.

Komdu og prófaðu.

Alla virka daga kl. 9.00 og 10:30

Ath. greiða þarf aðgangsgjald í sund.

Gönguferðir frá Bugðusíðu

Gengið verður alla fimmtudaga frá miðjum maí og fram á haust.

Lagt af stað frá Birtu, Bugðusíðu 1, kl. 10:00 í allar ferðir.

Skemmtilegar og miskrefjandi göngur, 4-10 kílómetra langar.

Umsjón: Gönguklúbbur EBAK.

Útinámskeið með Gaman saman

Stöllurnar dásamlegu Andrea og Guðríður verða með útinámskeið í lok ágúst.

Yndislegur árstími til að vera úti í náttúrunni og gera léttar og skemmtilegar æfingar og göngur.

Byrjar þriðjudaginn 31. ágúst kl. 10:30 og verður til og með 29. september.

Þriðjudagar: kl. 10:30 í Lystigarðinum ( hittast við kaffihúsið)

Fimmtudagur: kl. 10:30. Í Kjarnaskógi ( hittast á bílastæðinu við Kjarnakot wc)

Félagslíf í Birtu og Sölku

Opið verður frá kl. 09:00 – 13:00 alla virka daga í sumar.

    • Spilaðu með okkur í sumar. Spiluð verður paravist kl. 13:00 á miðvikudögum í Birtu í sumar.
      Umsjón: Hjörleifur Hallgríms Herbertsson.
    • Nýtt: Félagsmiðstöðvarnar Birta og Salka eru heilsueflandi félagsmiðstöðvar og er hægt að koma og nýta nýju líkamsræktartækin okkar á opnunartíma 09:00 – 13:00
    • Nýtt: Komdu og nýttu þér nýju púttmottuna okkar og æfðu púttið.

 

Sjáumst hress og glöð í sumar – Alltaf heitt á könnunni - Kíktu í blöðin.

Hægt er að panta sér ljúffengan hádegismat frá Matsmiðjunni fyrir kl. 09:45 á virkum dögum í síma 696-2243 í Sölku Víðilundi og í síma 462-6055 í Birtu Bugðusíðu. Maturinn kostar 1650 kr.

Síðast uppfært 31. maí 2022