Útboð göngu- og hjólastígs frá Drottningarbraut að Leirubrú og vigtarplan

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar, fyrir hönd Vegagerðarinnar og Norðurorku, óskar eftir tilboðum í gerð fullbúins aðgreinds göngu- og hjólastígs frá Drottingarbraut að Leirubrú og gerð fullbúins vigtarplans með fastri vog við Leiruveg.

Verkið nær til tveggja ára, fyrri hluti felst í greftri fyrir stíg og lögnum, fyllingu í stígsstæði og kringum lagnir, gerð sjóvarnar utan á stíg og lögn aðveituæðar fyrir kalt vatn. Verkið nær einnig til uppbyggingar nýs vigtarplans með fastri vog norðan við núverandi vigtarplan.
Verklok fyrri áfanga er 30. október 2023

Í síðari hluta verksins felst lagning jarðstrengja og polla meðfram stíg, ljósastaura meðfram vigtarplani og hluta Leiruvegar. Þá er einnig lokið við undirbyggingu vigtarplans, gerð undirstaða fyrir vog og gengið frá henni. Að síðustu er malbikun og yfirborðsfrágangur göngu- og hjólastígs og vigtarplans.
Verklok seinni áfanga er 15. ágúst 2024

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með miðvikudeginum 8. mars 2023.

Helstu magntölur verksins eru:

Lengd göngu- og hjólastígs (2 x 2,5m): um 1.100 m
Uppgröftur alls: um 12.700 m³
Burðarlagsfylling alls: um 7.100 m³
Fráveitulagnir: um 1.700 m
Stofnlögn vatnsveitu: um 1.200 m
Sjóvörn – tveir flokkar: alls um 6.600 m³
Ljósastaurar og pollar: um 100 stk.
Tengiskápar: um 15 stk.
Jarðstrengir alls: um 6.200 m
Malbikun stígs og vigtarplans: um 6.600 m²

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en þriðjudaginn 28. mars 2023 kl. 13:00 og verða tilboð opnuð á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.