Útboð á endurbótum á götum á Akureyri

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í endurbætur eftirfarandi:

  • Hlíðarbraut frá Hlíðarfjallsvegi að Borgarbraut. Um er að ræða fræsingu og yfirlögn á götu, ásamt jarðvegsskiptum á öxl að hluta, Akureyrarbær leggur til efni í verkið.
  • Dalsbraut frá Borgarbraut upp að umferðareyju sem liggur til móts við Hólsgerði að vestanverðu. Um er að ræða fræsingu og yfirlögn á götu, ásamt afréttingu á götu á kafla, Akureyrarbær leggur til efni í verkið.
  • Fræsingar ýmsar götur.

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita tilboðið rafrænt fyrir hönd fyrirtækisins, ekki er hægt að notast við Íslykil og ekki á að velja umboð fyrir fyrirtæki í innskráningunni heldur persónuna sjálfa.

Útboðsgögnin eru aðgengileg sjálfvirkt inn á þjónustugáttinni eftir að búið er að sækja um gögnin og eru þess vegna ekki send til bjóðanda sérstaklega.

Tilboðum skal skila í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl.13.00 miðvikudaginn, 27. mars 2024 og verða tilboð opnuð á sama stað og tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.