Frístundaráð

Frístundaráð Akureyrarbæjar fjallar um jafnréttismál og önnur mannréttindamál, fjölskyldumál, tómstundamál, íþróttamál og forvarnamál í umboði bæjarstjórnar Akureyrar. Frístundaráð gerir tillögur til bæjarstjórnar um stefnumörkun og samræmingu aðgerða til að hlúa að þroskatækifærum einstaklinga á sviðum þar sem bæjarfélagið hefur ekki lögboðnum skyldum að gegna og eru ekki falin öðrum nefndum sérstaklega auk þess að sinna lögboðnum skyldum bæjarfélagsins á sviði jafnréttismála og forvarna. Ráðið fylgist með framgangi stefnu bæjarstjórnar fyrir hönd hennar og að stofnanir á vegum þess vinni að settum markmiðum, veiti góða þjónustu og að starfsemi þeirra sé skilvirk og hagkvæm.

Frístundaráð varð til í upphafi árs 2017 við sameiningu íþróttaráðs og samfélags- og mannréttindanefndar.

Samþykkt fyrir frístundaráð júlí 2017.

Frístundaráð er þannig skipað:

Silja Dögg Baldursdóttir (L) formaður
Óskar Ingi Sigurðsson (B) varaformaður
Arnar Þór Jóhannesson (S)
Þórunn Sif Harðardóttir (D)
Jónas Björgvin Sigurbergsson (Æ)
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir (V) áheyrnarfulltrúi

Varamenn í frístundaráði:

Anna Hildur Guðmundsdóttir (L)
Sigríður Valdís Bergvinsdóttir (B)
Ólína Freysteinsdóttir (S)
Guðmundur Haukur Sigurðsson (Æ)
Elías Gunnar Þorbjörnsson (D)
Ásrún Ýr Gestsdóttir (V) varaáheyrnarfulltrúi

Fundargerðir

Síðast uppfært 14. ágúst 2017
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?