Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

6. fundur 13. febrúar 2024 kl. 16:00 - 17:40 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir formaður
  • Þórhallur Harðarson
  • Halla Birgisdóttir Ottesen
  • Sif Sigurðardóttir fulltrúi þroskahjálpar ne
  • Lilja Björg Jónsdóttir fulltrúi grófarinnar
  • Elmar Logi Heiðarsson fulltrúi sjálfsbjargar
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri
Dagskrá

1.Allir með, farsælt samfélag fyrir alla - samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF

Málsnúmer 2023030395Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samstarfsverkefni íþróttahreyfingarinnar ÍSÍ, UMFÍ og ÍF sem er í vinnslu og felur m.a. í sér að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessumn lið og kynnti verkefnið.

2.Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 2024020300Vakta málsnúmer

Samráðshópurinn tók fyrir reglur um asktursþjónustu nýlega. Á þeim fundi kom fram að hópurinn leggur áherslu á að akstursþjónustan geti veitt þá þjónustu sem henni er ætlað að veita og til að svo geti orðið verði fleiri bílum bætt við í þjónustuna. Einnig mikilvægt að skoða þá útfærslu að hægt sé að nota ferðakort allan sólarhringinn sem myndi þá minnka álag á ferlibílana.

Engilbert Ingvarsson verkstjóri strætisvagna/ferliþjónustu sat fundinn undir þessum lið og veitti upplýsingar um þjónustuna.
Samráðshópurinn telur að með áframhaldandi aukinni eftirspurn eftir ferliþjónustunni muni þurfa að fjölga ferlibílum mjög fljótlega. Til að minnka álag á ferliþjónustuna og auka ferðafrelsi og sjálfstæði notenda þjónustunnar leggur hópurinn til við umhverfis- og mannvirkjaráð að ákveðið verði að hægt sé að nota ferðakort allan sólahringinn og virði þess hækkað um a.m.k. 400 kr.

3.Skýrsla stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2023100235Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda.

Fundi slitið - kl. 17:40.