Öldungaráð

10. fundur 11. janúar 2021 kl. 09:00 - 10:25 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Sigríður Stefánsdóttir fulltrúi ebak
  • Halldór Gunnarsson fulltrúi ebak
  • Valgerður Jónsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Arnrún Halla Arnórsdóttir boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Stjórnkerfisbreytingar í velferðarþjónustu

Málsnúmer 2020050662Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra kynntu nýtt velferðarsvið Akureyrarbæjar sem varð til 1. janúar sl.
Með vísan til laga og samþykktar um öldungráð Akureyrarbæjar gerir ráðið alvarlegar athugasemdir við að ekki hafi verið samráð við það um mótun starfsemi nýs sviðs og hvernig þjónustu og upplýsingagjöf fyrir eldri borgara er háttað.


Aðferðafræði sem sögð er hafa verið notuð við vinnuna, notendavæn nálgun krefst mun víðtækari samráðs við eldri borgara og notendur þjónustunnar, en raun ber vitni.

2.Þróunarverkefni um mælaborð - líðan og velferð aldraðra

Málsnúmer 2020100527Vakta málsnúmer

Svanfríður Inga Jónasdóttir og Guðný Sverrisdóttir frá Ráðrík ehf kynntu verkefnið sem hefur það að markmiði ,,að fá fram heildarmynd af almennri stöðu aldraðra í samfélaginu hverju sinni og beina sjónum stjórnvalda að verkefnum sem brýnt er að takast á við og forgangsraða.“
Öldungaráð þakkar fyrir góða kynningu og fagnar verkefninu og lýsir sig reiðubúið til samstarfs.

Fundi slitið - kl. 10:25.