Hafnarstræti 99-101 - umsókn um breytingar

Málsnúmer BN090196

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 350. fundur - 01.06.2011

Erindi dagsett 31. janúar 2011 þar sem Guðmundur Gestsson f.h. Sjóskoðunar ehf., kt. 571197-6349, óskar eftir að erindi hans um breytingar á Hafnarstræti 101 3. hæð verði tekið fyrir þó að samþykki eiganda 4. hæðar liggi ekki fyrir. Meðfylgjandi eru þrjú fylgiskjöl og bréf með nánari skýringum.
Fyrir liggur minnisblað bæjarlögmanns um erindið.

Með vísan til 3. mgr. 21. gr fjöleignarhúsalaga verður að bera undir alla eigendur fjöleignar-hússins að Hafnarstræti 101, ef  skipta á séreign í sjálfstæðar notkunareiningar. Ef slíkt samþykki fæst frá öllum eigendum og byggingaryfirvöld samþykkja breytingarnar verður jafnframt að gera nýja eignaskiptayfirlýsingu, sem allir eigendur verða að undirrita, og þinglýsa henni til að sýslumaður þinglýsi eignayfirfærslu.

Staðgengill skipulagsstjóra getur því ekki orðið við erindinu.