Grímseyjargata 2 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024030171

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 419. fundur - 12.03.2024

Erindi dagsett 4. mars 2024 þar sem að Einar Guðmundsson f.h. Búvís ehf. óskar eftir að fá að opna verslun í húsnæði við Grímseyjargötu 2 með vörur fyrir hesta og landbúnaðarvörur / áburð.
Skipulagsráð telur ekki að opnun verslunar í þeim flokki sem Lífland telst til sé á móti gildandi aðalskipulagi. Lífland selur mikið af vörum tengdum iðnaði þ.m.t. sláturiðnaði og kjötverkunarstöð Norðlenska er í næsta húsnæði austan Grímseyjargötu 2 og verður þetta því að teljast nokkuð heppileg staðsetning fyrir verslun Líflands.