Hafnarstræti - umsókn um endurskoðun á akstursstefnum

Málsnúmer 2024021510

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 419. fundur - 12.03.2024

Erindi dagsett 28. febrúar 2024 þar sem að Óli Þór Jónsson f.h. Vorhus ehf. óskar eftir því að breytingum á akstursstefnum í syðsta hluta Hafnarstrætis verði breytt til að koma til móts við rekstraraðila.
Að mati skipulagsráðs er ekki mögulegt að verða við ósk um breytingu á akstursstefnu í Hafnarstræti. Deiliskipulagi svæðisins var breytt fyrir tæpum þremur árum síðan og hefur uppbygging á svæðinu síðan þá miðað við breytta akstursstefnu. Það er ljóst að sú mikla uppbygging sem er á svæðinu, báðum megin Hafnarstrætis, þrengir að núverandi byggð að einhverju leyti en að mati ráðsins verður aðgengi að þjónustu áfram gott. Umferð getur bæði komið suður Hafnarstræti og einnig frá Glerárgötu um Austurbrú. Þá eru einnig fjölmörg bílastæði stutt frá á svæði sunnan Hafnarstrætis.