Starfslaun listamanna 2024

Málsnúmer 2024010440

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3833. fundur - 11.01.2024

Lögð fram tillaga um skipun í faghóp starfslauna listamanna fyrir árið 2024. Hlutverk faghóps um starfslaun listamanna er að vera bæjarráði til ráðgjafar um val á listamanni sem hlýtur starfslaun listamanns í ár eða verður bæjarlistamaður eins og það er kallað í daglegu tali.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að skipa Daníel Þorsteinsson tónskáld, Rósu Kristínu Júlíusdóttur myndlistarmann og Finn Friðriksson dósent við HA og málfræðing í faghóp starfslauna listamanna.

Bæjarráð - 3838. fundur - 15.02.2024

Lögð fram tillaga faghóps um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2024.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2024 en tilkynnt verður um valið á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.