Viðurkenningar Húsverndarsjóðs og byggingarlistaverðlaun 2024

Málsnúmer 2024010439

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3833. fundur - 11.01.2024

Skipun fulltrúa í faghóp um byggingarlistaverðlaun Akureyrarbæjar. Samkvæmt verklagsreglum um verðlaunin þá skipar bæjarráð tvo fulltrúa í hópinn sem þar sitja ásamt byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að skipa Ágúst Hafsteinsson arkitekt og Einar Sigþórsson arkitekt og verkefnastjóra skipulagsmála hjá Akureyrarbæ í faghópinn.

Bæjarráð - 3838. fundur - 15.02.2024

Lögð fram tillaga faghóps um byggingarlistaverðlaun Akureyrarbæjar 2024. Tilgangur með veitingu byggingarlistaverðlauna er að vekja athygli á góðri byggingarlist, auka þekkingu og skilning á gæðum bygginga og vera þannig hvati til góðra verka.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um byggingarlistaverðlaun Akureyrarbæjar 2024, en tilkynnt verður um viðurkenningarhafa á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.