Blöndulína 3 - samninganefnd

Málsnúmer 2024010342

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3833. fundur - 11.01.2024

Lagt fram erindi dagsett 12. desember 2023 frá Landsneti þar sem óskað er eftir því að stofnuð verði samninganefnd vegna Blöndulínu 3.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að skipa Höllu Björk Reynisdóttur bæjarfulltrúa, Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa og Pétur Inga Haraldsson skipulagsfulltrúa í samninganefndina fyrir hönd bæjarins.

Bæjarráð - 3880. fundur - 13.02.2025

Rætt um Blöndulínu 3 við fulltrúa umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytis.

F.h. ráðuneytisins sátu undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Stefán Guðmundsson ráðuneytisstjóri, Erla Sigríður Gestsdóttir verkfræðingur og teymisstjóri orku og Lárus M.K. Ólafsson aðstoðarmaður ráðherra.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Gunnar Már Gunnarsson undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð þakkar fyrir góðan fund.