Erindi frá SSNE vegna viðbyggingar við VMA

Málsnúmer 2023121684

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3833. fundur - 11.01.2024

Erindi dagsett 22. desember 2023 frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar vegna viðbyggingar við Verkmenntaskólann á Akureyri. Lagt fram minnisblað Framkvæmdasýslunnar - ríkiseigna dagsett 17. nóvember 2023 varðandi stækkun fjögurra starfsnámsskóla, þar á meðal VMA. Einnig eru lögð fram drög að samningi mennta- og barnamálaráðuneytisins og sveitarfélaga við Eyjafjörð um verkefnið, þar með talið kostnaðarskiptingu og eignarhlutföll nýbygginga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa undir samning við mennta- og barnamálaráðuneytið við sveitarfélögin við Eyjafjörð vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar fyrir verknámsaðstöðu við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Bæjarráð - 3849. fundur - 16.05.2024

Lagður fram til samþykktar samningur mennta- og barnamálaráðuneytisins og sveitarfélaga við Eyjafjörð um viðbyggingu fyrir verknámsaðstöðu við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.