Karatefélag Akureyrar - aðstöðumál Karatefélags Akureyrar

Málsnúmer 2023111465

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 43. fundur - 04.12.2023

Erindi dagsett 28. nóvember 2023 frá Geir Kr. Aðalsteinssyni formanni ÍBA varðandi aðstöðuleysi Karatefélags Akureyrar sem mun missa aðstöðu sína í lok þessa árs.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 51. fundur - 29.04.2024

Erindi dagsett 23. apríl 2024 frá Helgu Björgu Ingvadóttur framkvæmdastjóra ÍBA fyrir hönd Karatefélags Akureyrar þar sem óskað er eftir því að félagið geti notað áfram þá æfingaaðstöðu sem félagið hefur haft í Íþróttahöllinni.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að veita Karetefélaginu aðstöðu í Íþróttahöllinni a.m.k. til vors 2025.