Kynnisferð til Danmerkur fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 2023110762

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3828. fundur - 23.11.2023

Erindi dagsett 17. nóvember 2023 frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur framkvæmdastjóra SSNE varðandi áhuga sveitarfélaga á kynnisferð á vegum samtakanna til Danmerkur 4.- 7. mars 2024. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast því hvernig sveitarfélög í Danmörku hafa tekist á við ýmis verkefni sem brenna á sveitarfélögum á Norðurlandi eystra svo sem íbúasamráð, samvinnu sveitarfélaga, samgöngumál og græna umbreytingu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B- lista situr hjá og óskar bókar:

Ég tel mikilvægara að verja fjármunum sveitarfélagsins til ferðar til Danmerkur til að kynna sér lífsgæðakjarna eldri borgara þar sem vinna við uppbyggingu þeirra er að hefjast í janúar. Stutt er síðan hópur kjörinna fulltrúa fór erlendis til að kynna sér líforkuver og samræmist það að einhverju leyti þessari ferð sem um ræðir hér.