Landbúnaðarmál - staða bænda

Málsnúmer 2023101229

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3535. fundur - 31.10.2023

Umræða um erfiða stöðu bænda og hlutverk Akureyrarbæjar sem þjónustu- og framleiðslumiðstöð í blómlegu landbúnaðarhéraði.

Málshefjandi er Jón Hjaltason.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Andri Teitsson og Gunnar Már Gunnarsson.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp hjá bændum. Það er sveitarfélaginu mikilvægt að matvælaframleiðslu séu skapaðar öruggar rekstraraðstæður, enda landbúnaður og þjónusta við landbúnað mikilvæg atvinnulífinu á Akureyri. Bæjarstjórn skorar á ríkisvaldið að flýta vinnu starfshóps matvælaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins vegna fjárhagsstöðu bænda.