Áskorun um trjágróður í nýjum hverfum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023100899

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 411. fundur - 25.10.2023

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Eyfirðinga þar sem skorað er á bæjaryfirvöld Akureyrarbæjar að huga betur að gróðursetningu trjágróðurs í nýjum og nýlegum hverfum bæjarins, til dæmis samsíða akbrautum eða á grænum svæðum.
Tekið er undir áskorun Skógræktarfélagsins um mikilvægi gróðurs í bæjarlandinu. Í deiliskipulagi nýjasta íbúðahverfisins, Móahverfis, er mikil áhersla lögð á gróður bæði á landi bæjarins sem og á fjölbýlishúsalóðum. Sem dæmi eru settar kvaðir um ákveðinn fjölda trjáa sem hlutfall af byggingarmagni á öllum fjölbýlishúsalóðum í hverfinu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 150. fundur - 07.11.2023

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Eyfirðinga þar sem skorað er á bæjaryfirvöld Akureyrarbæjar að huga betur að gróðursetningu trjágróðurs í nýjum og nýlegum hverfum bæjarins, til dæmis samsíða akbrautum eða á grænum svæðum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur undir ábendingar Skógræktarfélags Eyfirðinga og felur verkefnastjóra umhverfis- og sorpmála að leggja fram tillögur að möguleikum til að hlúa betur að því gróðursæla og hlýlega yfirbragði sem á að einkenna græna og gróðursæla svæðisborg í samræmi við aðalskipulag Akureyrabæjar, sem og að leggja fram tillögu að trjáverndarstefnu Akureyrarbæjar.