Hagahverfi - endurskoðun deiliskipulags meðfram Naustagötu

Málsnúmer 2023100823

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 411. fundur - 25.10.2023

Rætt um fyrirhugaða uppbyggingu á nýjum leikskóla í Hagahverfi á lóð sunnan Naustabrautar.

Sigurður Gunnarsson eftirlitsmaður nýframkvæmda á umhverfis og mannvirkjasviði, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður á fræðslu og lýðheilsusviði, Ágúst Hafsteinsson hjá Form ráðgjöf og Heimir Örn Árnason formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Skipulagsráð - 414. fundur - 13.12.2023

Lagðar fram tillögur Ágústs Hafsteinssonar arkitekts að útfærslu leikskólalóðar á svæði sunnan Naustabrautar. Er um að ræða tvær megin tillögur þar sem á annarri er miðað við að stækka lítillega þá lóð sem þegar er afmörkuð í deiliskipulagi Hagahverfis en á hinni er gert ráð fyrir að leikskólalóðin verði færð til austurs á svæði þar sem nú eru mannvirki Nausta 2. Er jafnframt lagt fram minnisblað verkefnahóps um byggingu leikskóla dagsett 8. desember 2023.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.