Hrísmói 1-9 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023100463

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 411. fundur - 25.10.2023

Erindi dagsett 10. október 2023 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Kötlu byggingarfélags ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1-9 við Hrísmóa.

Sótt er um eftirfarandi breytingar:

- Fjölgun íbúða úr fimm í sex án breytingar á byggingarmagni.

- Hliðrun á innkeyrslu íbúða nr. 3, 5 og 7.

- Breytingu á útfærslu bindandi byggingarlínu.

Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til fyrir liggur umsögn skipulagshönnuðar, umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar og Norðurorku um tillöguna.

Skipulagsráð - 414. fundur - 13.12.2023

Erindi dagsett 10. október 2023 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Kötlu byggingarfélags ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1-9 við Hrísmóa. Sótt er um eftirfarandi breytingar: - Fjölgun íbúða úr fimm í sex án breytingar á byggingarmagni. - Hliðrun á innkeyrslu íbúða nr. 3, 5 og 7. - Breytingu á útfærslu bindandi byggingarlínu. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem breyting á staðsetningu bílastæða felur í sér að fyrirhugað langstæði í götu fellur út.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.