Svæðisskipulag Eyjafjarðar - endurskoðun

Málsnúmer 2023100237

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 410. fundur - 11.10.2023

Erindi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dagsett 4. október 2023 þar sem óskað er eftir umræðu í skipulagsráði um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar.
Frestað til næsta fundar.

Skipulagsráð - 411. fundur - 25.10.2023

Erindi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dagsett 4. október 2023 þar sem óskað er eftir umræðu í skipulagsráði um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 11. október sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð leggur til að hafinn verði undirbúningur að endurskoðun svæðisskipulagsins til að tryggja samræmi þess við landsskipulagsstefnu sem nú er í vinnslu. Í þeirri vinnu verði sérstaklega tekið fyrir hlutverk og ábyrgð Akureyrarbæjar sem svæðisborgar í samræmi við skýrslu starfshóps um svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem kom út í ágúst 2021. Jafnframt telur skipulagsráð æskilegt að skoðað verði hvort ekki megi sameina skipulagsembætti sveitarfélaganna.