Gjaldfrjálsir sex tímar og tekjutenging leikskólagjalda

Málsnúmer 2023070444

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 35. fundur - 14.08.2023

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista mætti í forföllum Óskars Inga Sigurðssonar
Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu- og áætlanargerðar kynnti hugmyndir um sex gjaldfrjálsa tíma í leikskólum og tekjutengingu leikskólagjalda.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 3815. fundur - 17.08.2023

Liður 1 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 14. ágúst 2023:

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu- og áætlanargerðar kynnti hugmyndir um sex gjaldfrjálsa tíma í leikskólum og tekjutengingu leikskólagjalda.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Lagt fram til kynningar.


Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu- og áætlanargerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum Heimis Arnar Árnasonar, Hlyns Jóhannssonar, Huldu Elmu Eysteinsdóttur og Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur að áfram verði unnið að þessu verkefni og fengin umsögn frá fagaðilum svo sem foreldrum, Jafnréttisstofu, félagi leikskólakennara og leikskólastjórum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Fyrirhuguð þjónustuskerðing og gjaldskrárhækkun á fæðis- og leikskólagjöldum fyrir þau 85,2% foreldra sem nýta 8-8,5 tíma á leikskólum á dag er varhugaverð og líkleg til að auka ójöfnuð. Líklegt er að breytingarnar gagnist síst lágtekjufólki og fólki með lítið bakland, sem er einmitt sá hópur sem sérstaklega mikilvægt er að samfélagið standi vörð um. Leikskólagjöld gætu, miðað við fyrirliggjandi minnisblað, hækkað fyrir stærstan hluta foreldra um allt að 13%, auk þess sem horft er til þess að fæðisgjald hækki almennt um 9%. Umræða um styttingu vistunartíma leikskólabarna þarf að eiga sér stað og er sérstaklega mikilvægt að foreldrar taki þátt í þeirri umræðu.

Leikskólar eru ákaflega mikilvæg grunnþjónusta samfélagsins sem eflir þroska og velferð barna sem skiptir fjölskyldur sem og atvinnulífið miklu máli. Ljóst er að það skiptir miklu máli að bæta kjör og starfsaðstæður starfsfólks leikskóla, því ber sveitarfélaginu að taka alvarlega. Auk þess skiptir máli að samfélagið ræði skólatíma barna á leikskólum með tilliti til velferðar þeirra. Ef samfélagið vill bregaðst við, þá þarf að gera það á jafnréttisgrundvelli og leggja áherslu á samvinnu við ríki, atvinnulífið og foreldra, en ekki aðeins breyta fyrirkomulagi leikskóla. Stytting vinnuvikunnar er í kjarasamningum ekki komin á þann stað að vera talin í klukkustundum á dag, heldur aðeins nokkrum mínútum og því ólíkleg ein og sér til þess að hafa veruleg áhrif á vistunartíma barna á leikskólum.


Fræðslu- og lýðheilsuráð - 39. fundur - 09.10.2023

Lögð fram til samþykktar drög að gjaldskrá leikskóla fyrir 2024. Lagt er til að skólatíminn frá 08:00 til 14:00 verði gjaldfrjáls en fæðisgjald hækki í takt við aðrar gjaldskrárbreytingar.


Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskólamála fyrir árið 2024 og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3823. fundur - 19.10.2023

Liður 11 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 9. október 2023:

Lögð fram til samþykktar drög að gjaldskrá leikskóla fyrir 2024. Lagt er til að skólatíminn frá 08:00 til 14:00 verði gjaldfrjáls en fæðisgjald hækki í takt við aðrar gjaldskrárbreytingar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskólamála fyrir árið 2024 og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskóla fyrir árið 2024 og vísar gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn. Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista sátu hjá.


Meirihluti bæjarráðs telur að með gjaldfrjálsum 6 tíma leikskóla sé verið að huga að velferð starfsfólks og barna í leikskólum hvað varðar vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu. Gert er ráð fyrir að leikskólagjöld verði tekjutengd bæði fyrir einstaklinga og fólk í sambúð. Einnig er verið að innleiða heimgreiðslur sem við reiknum með að muni gagnast mörgum fjölskyldum með beinum hætti og öðrum með óbeinum hætti, með að skapa meira rými í leikskólunum. Að lokum er verið að innleiða skráningardaga í því skyni að skapa svigrúm til að mæta fjögurra tíma styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki í leikskólum. Skráningardagar og gjaldfrjálsir 6 tímar eru tilraunaverkefni til eins árs og gerðar verða stöðuskýrslur að liðnum 6 og 12 mánuðum frá upphafi verkefnanna.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Jón Hjaltason óska bókað:


Undirbúningi vegna þessa máls er ábótavant og gögnin takmörkuð. Svo virðist vera að ákvörðunin sé tekin fyrst og reynt að finna forsendur eftir á. Þá er dapurlegt að meirihlutinn sýni enga viðleitni til að verða við ábendingum Jafnréttisstofu til Akureyrarbæjar vegna þessa máls. Jafnréttisstofa hefur bent á að undirbyggja mætti slíkt mat út frá eftirfarandi spurningum sem byggja á mannréttindastefnu Akureyrarbæjar:


Hefur farið fram mat á áhrifum á ólíka hópa foreldra út frá t.d. kynjasjónarmiði, þjóðerni, hvort um er að ræða einstæða foreldra eða foreldra í sambúð?


Hefur verið lagt mat á það hvaða hópar eru líklegastir til að nýta eingöngu 6 tíma leikskóladvöl?


Hefur verið lagt mat á það hvaða hópar eru líklegastir til að kaupa viðbótartíma?


Hefur verið lagt mat á það hvort vinnutímastytting á við hjá öllum foreldrum leikskólabarna?


Hefur verið lagt mat á það hvort líkur eru á því að mæður fremur en feður minnki við sig starfshlutfall til að þurfa ekki að greiða fyrir viðbótartíma?


Hefur verið lagt mat á það hvaða áhrif ákvörðunin hefur á stöðu foreldra á vinnumarkaði?

Bæjarstjórn - 3535. fundur - 31.10.2023

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 19. október 2023:

Liður 11 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 9. október 2023:

Lögð fram til samþykktar drög að gjaldskrá leikskóla fyrir 2024. Lagt er til að skólatíminn frá 08:00 til 14:00 verði gjaldfrjáls en fæðisgjald hækki í takt við aðrar gjaldskrárbreytingar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskólamála fyrir árið 2024 og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskóla fyrir árið 2024 og vísar gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn. Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista sátu hjá. Meirihluti bæjarráðs telur að með gjaldfrjálsum 6 tíma leikskóla sé verið að huga að velferð starfsfólks og barna í leikskólum hvað varðar vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu. Gert er ráð fyrir að leikskólagjöld verði tekjutengd bæði fyrir einstaklinga og fólk í sambúð. Einnig er verið að innleiða heimgreiðslur sem við reiknum með að muni gagnast mörgum fjölskyldum með beinum hætti og öðrum með óbeinum hætti, með að skapa meira rými í leikskólunum. Að lokum er verið að innleiða skráningardaga í því skyni að skapa svigrúm til að mæta fjögurra tíma styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki í leikskólum. Skráningardagar og gjaldfrjálsir 6 tímar eru tilraunaverkefni til eins árs og gerðar verða stöðuskýrslur að liðnum 6 og 12 mánuðum frá upphafi verkefnanna. Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Jón Hjaltason óska bókað: Undirbúningi vegna þessa máls er ábótavant og gögnin takmörkuð. Svo virðist vera að ákvörðunin sé tekin fyrst og reynt að finna forsendur eftir á. Þá er dapurlegt að meirihlutinn sýni enga viðleitni til að verða við ábendingum Jafnréttisstofu til Akureyrarbæjar vegna þessa máls. Jafnréttisstofa hefur bent á að undirbyggja mætti slíkt mat út frá eftirfarandi spurningum sem byggja á mannréttindastefnu Akureyrarbæjar: Hefur farið fram mat á áhrifum á ólíka hópa foreldra út frá t.d. kynjasjónarmiði, þjóðerni, hvort um er að ræða einstæða foreldra eða foreldra í sambúð? Hefur verið lagt mat á það hvaða hópar eru líklegastir til að nýta eingöngu 6 tíma leikskóladvöl? Hefur verið lagt mat á það hvaða hópar eru líklegastir til að kaupa viðbótartíma? Hefur verið lagt mat á það hvort vinnutímastytting á við hjá öllum foreldrum leikskólabarna? Hefur verið lagt mat á það hvort líkur eru á því að mæður fremur en feður minnki við sig starfshlutfall til að þurfa ekki að greiða fyrir viðbótartíma? Hefur verið lagt mat á það hvaða áhrif ákvörðunin hefur á stöðu foreldra á vinnumarkaði?

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason, Jón Hjaltason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum framlagða tillögu að breytingum á gjaldskrá leikskóla fyrir árið 2024 sem felur í sér gjaldfrjálsa sex tíma og tekjutengda afslætti af leikskólagjöldum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista sátu hjá og óska bókað:

Undirbúningi vegna þessa máls er ábótavant, samráð við foreldra ekkert og gögn takmörkuð. Svo virðist vera að ákvörðunin sé tekin fyrst og reynt að finna forsendur eftir á. Þá er dapurlegt að meirihlutinn sýni enga viðleitni til að verða við ábendingum Jafnréttisstofu til Akureyrarbæjar vegna þessa máls. Gjaldskrárhækkun fyrir þau 85,2% foreldra sem nýta 8-8,5 tíma á leikskólum á dag verður veruleg eða allt að 13%, auk þess sem fæðisgjald mun hækka um 9%, nema þau hafi tækifæri til þess að draga úr leikskóladvöl barna sinna. Leikskólar eru ákaflega mikilvæg grunnþjónusta samfélagsins sem eflir þroska og velferð barna sem skiptir fjölskyldur sem og atvinnulífið miklu máli. Ljóst er að það skiptir miklu máli að bæta kjör og starfsaðstæður starfsfólks leikskóla, því ber sveitarfélaginu að taka alvarlega. Auk þess skiptir máli að samfélagið ræði skólatíma barna á leikskólum með tilliti til velferðar þeirra.


Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Heimir Örn Árnason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Andri Teitsson L-lista óska bókað;

Með gjaldfrjálsum 6 tíma leikskóla er verið að huga að velferð starfsfólks og barna í leikskólum hvað varðar vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu. Leikskólagjöld verða tekjutengd bæði fyrir einstaklinga og fólk í sambúð og þannig komið til móts við stóran hóp fólks. Samhliða þessu er verið að innleiða heimgreiðslur sem við reiknum með að muni gagnast mörgum fjölskyldum með beinum og óbeinum hætti, þegar meira rými skapast í leikskólunum. Að lokum er verið að innleiða skráningardaga í því skyni að skapa svigrúm til að mæta fjögurra tíma styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki í leikskólum. Skráningardagar og gjaldfrjálsir 6 tímar eru tilraunaverkefni til eins árs og gerðar verða stöðuskýrslur að liðnum 6 og 12 mánuðum frá upphafi verkefnanna.