Endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2023061123

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 142. fundur - 04.07.2023

Erindi dagsett 20. júní 2023 frá Albertínu Elíasdóttur framkvæmdastjóra SSNE þar sem óskað er eftir umsögn um skýrslu um endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra. Umsagnir og athugasemdir óskast sendar á netfangið smari@ssne.is fyrir 15. ágúst nk.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum að vinna drög að umsögn og kortleggja möguleika á endurheimt votlendis í bæjarlandinu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 143. fundur - 15.08.2023

Skýrsla SSNE um endurheimt votlendis lögð fram til kynningar ásamt minnisblaði umhverfis- og mannvirkjasviðs um skýrsluna.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir umsögn vegna endurheimtar á votlendi og kannaður verði möguleiki á frekari endurheimt votlendis í Krossanesborgum.