Austurvegur 36 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023060164

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 404. fundur - 14.06.2023

Erindi dagsett 2. júní 2023 þar sem Sigríður Ólafsdóttir f.h. Grímu arkitekta óskar eftir samþykki skipulagsráðs fyrir því að um lóð nr. 36 við Austurveg gildi sömu skilmálar og fyrir nágrannalóðir, þ.e. 10x10 m byggingarreitur og grunnflötur byggingar allt að 70 m².

Meðfylgjandi er greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir að deiliskipulagsskilmálar fyrir lóð nr. 36 við Austurveg verði túlkaðir í samræmi við skilmála fyrir frístundalóðir austan megin götunnar, þ.e. hámarksgrunnflötur byggingar verði 70 m². Stærð byggingarreits helst óbreytt, þ.e. 10x10 m.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.