Forsetakosningar 1. júní 2024

Málsnúmer 2023050398

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3808. fundur - 11.05.2023

Erindi dagsett 5. maí 2023 frá Ástríði Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra landskjörstjórnar þar sem einum fulltrúa frá Akureyrarbæ er boðið á rásfund um forsetakosningarnar sem munu fara fram þann 1. júní 2024. Rásfundurinn er haldinn 1. júní 2023 frá kl. 13-16 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík. Fulltrúinn má gjarnan vera úr yfirkjörstjórn sveitarfélagsins eða starfsmaður sem kemur að kosningatengdum málum. Fjarfundur verður í boði fyrir þau sem ekki eiga heimangengt.
Bæjarráð felur Helgu Eymundsdóttur að sækja fundinn fyrir hönd bæjarins.

Bæjarráð - 3839. fundur - 22.02.2024

Erindi dagsett 15. febrúar 2024 þar sem Helga Eymundsdóttir formaður kjörstjórnar leggur til fyrirkomulag forsetakosninga í sveitarfélaginu þann 1. júní nk.

Lagt er til að Akureyrarbæ verði skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Gerð er tillaga um að kjörstaður á Akureyri verði í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey verði kjörstaður í félagsheimilinu Múla. Lagt er til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri, einn í Hrísey og einn í Grímsey.

Þá leggur kjörstjórn til að kjörfundur standi frá kl. 9:00 til kl. 22:00 á Akureyri, Hrísey og Grímsey.
Bæjarráð samþykkir tillögur kjörstjórnar.

Bæjarráð - 3847. fundur - 02.05.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 29. apríl 2024 varðandi launakostnað vegna forsetakosninga. Mistök urðu til þess að við tilfærslu milli áætlanakerfa komu áætluð laun kjörstjórnar og starfsfólks við undirbúning forsetakosninga og vinnu á kjörstað ekki inn á fjárhagsáætlun 2024. Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 8,8 milljónir króna vegna málsins. Sveitarfélög fá kostnað vegna kosninganna endurgreiddan úr ríkissjóði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 8.815.000 kr. vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

Bæjarráð - 3847. fundur - 02.05.2024

Tekið fyrir erindi dagsett 11. apríl 2024 frá Svavari Pálssyni sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna forsetakosninga.

Samkvæmt 69. gr. kosningalaga nr. 112/2021 er atkvæðagreiðsla utan kjörfundar heimil í húsnæði á vegum sveitarfélags, enda skuli sýslumaður að ósk sveitarstjórnar skipa kjörstjóra til að annast atkvæðagreiðslu. Hefð er fyrir atkvæðagreiðslu á skrifstofu Akureyrarbæjar í Hrísey og í Grímsey hjá sérstökum kjörstjóra.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við Sýslumanninn á Norðurlandi eystra að skipa kjörstjóra í Hrísey og Grímsey vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu forsetakosninga 2024. Jafnframt tilnefnir bæjarráð Önnu Maríu Sigvaldadóttur sem kjörstjóra í Grímsey og Ásrúnu Ýri Gestsdóttur sem kjörstjóra í Hrísey.

Bæjarráð - 3852. fundur - 13.06.2024

Lagt fram erindi Helgu G. Eymundsdóttur formanns kjörstjórnar á Akureyri varðandi framkvæmd forsetakosninga 2024.
Bæjarráð þakkar kjörstjórn fyrir vel unnin störf í tengslum við forsetakosningarnar.