Naustagata 13 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023050110

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 402. fundur - 10.05.2023

Erindi dagsett 2. maí 2023 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Kistu byggingarfélags ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 13 við Naustagötu.

Sótt er um eftirfarandi breytingar:

- Hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,200 í 0,594.

- Aukningu á leyfilegu byggingarmagni úr 975 m² í 2900 m².

- Tilfærslu og stækkun á byggingarreit til vesturs.

- Leyfi fyrir hálfniðurgrafinni hæð undir bygginguna.

- Lækkun bílastæðakröfu úr 45-65 bílastæðum í 38 stæði.

Meðfylgjandi eru greinargerð og skýringarmyndir.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Meirihluti skipulagsráðs heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi til samræmis við erindið með þeim skilyrðum að gert verði ráð fyrir trjágróðri á lóðarmörkum til austurs.
Fylgiskjöl: