Naustagata 13 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023050110

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 402. fundur - 10.05.2023

Erindi dagsett 2. maí 2023 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Kistu byggingarfélags ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 13 við Naustagötu.

Sótt er um eftirfarandi breytingar:

- Hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,200 í 0,594.

- Aukningu á leyfilegu byggingarmagni úr 975 m² í 2900 m².

- Tilfærslu og stækkun á byggingarreit til vesturs.

- Leyfi fyrir hálfniðurgrafinni hæð undir bygginguna.

- Lækkun bílastæðakröfu úr 45-65 bílastæðum í 38 stæði.

Meðfylgjandi eru greinargerð og skýringarmyndir.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Meirihluti skipulagsráðs heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi til samræmis við erindið með þeim skilyrðum að gert verði ráð fyrir trjágróðri á lóðarmörkum til austurs.
Fylgiskjöl:

Skipulagsráð - 439. fundur - 12.02.2025

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis sem nær til lóðarinnar Naustagötu 13 til samræmis við ákvæði breytingar á aðalskipulagi sem er í ferli. Lýsing aðalskipulagsbreytingar sem felur í sér heimild til að vera með íbúðir á efri hæðum var kynnt í október 2024 og bárust þá engar athugasemdir utan umsagna Norðurorku og Minjastofnunar.

Í deiliskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir að heildarbyggingarmagn verði allt að 4.750 fm þar af verði a.m.k. 1.000 fm nýttir fyrir verslun og þjónustu. Á vesturhluta lóðar er gert ráð fyrir allt að 5 hæða húsi en 2ja hæða á austurhluta, auk bílakjallara.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista vék af fundi undir þessum lið.


Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna sem drög skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er jafnframt samþykkt að samhliða verði kynnt drög að breytingu á aðalskipulagi til samræmis við ákvæði deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við atkvæðagreiðslu.


Sindri S. Kristjánsson S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska að bóka eftirfarandi:

Við teljum fyrirliggjandi tillögu ekki nægilega vel útfærða, í raun ekki fullunna, til að hægt sé að leggja hana fram sem tillögu skipulagsráðs að framtíðar deiliskipulagi svæðisins. Sem dæmi má nefna að umfjöllun um bílastæði, hæð húsa og einstakra hæða, eru óljósar að okkar mati, auk þess sem við höfum efasemdir um hina miklu aukningu byggingamagns samanborið við gildandi deiliskipulag.